Flóðatangi

Flóðatangi

Norðurá I Norðurá II Fjallið Munaðarnes Flóðatangi Kort af Norðurá Veiðivísir Veiðvörður

Fjallið 2 Fjölskylduvænt og spennandi

Neðst í Norðurá er tveggja stanga silungasvæði sem kallað hefur verið Flóðatangasvæði. Þar í gegn fer allur sá lax sem gengur í ána og því sannarlega von að ná þar í lax. Á svæðinu er einnig nokkuð af staðbundnum silungi, urriða og bleikju. Þar eru nokkrir fornfrægir veiðistaðir eins og Kastalahylur, Hlöðutúnskvísl og Ármót en svæðið býður upp á marga veiðistaði. Veiðimörk eru vel merkt og er brýnt að virða þau.

Í ár er breyting á fyrirkomulagi á sölu veiðileyfa.

BÓKANIR / SALA

Rafn Valur Alfreðsson gefur allar upplýsingar varðandi bókanir og sölu í Norðurá í síma 824-6460 eða í gegnum netfangið sala@nordura.is

Svæðið er fremur aðgengilegt. Ef komið er að sunnan, eftir þjóðvegi nr. 1 er beygt til hægri við söluskálann Baulan, inn á veg nr. 50. Allir slóðar eru merktir með stórum skiltum og og niðri við ána sjálfa eru síðan minni skilti, við hvern veiðistað.

Flóðatangasvæðið er fjölskylduvænt og tilvalið fyrir byrjendurt. Mikilvægt er að snerta fisk sem allra minnst sem skal sleppa og helst að reyna að losa úr fiskinum niðri í vatninu.

Þegar fólk heldur til veiða ber að koma við í Veiðihúsinu við Norðurá sem selt hefur veiðileyfin til að taka björgunarvesti. Þar er einnig svokallaður veiðivísir sem gefur frekari upplýsingar. Að veiðiferð lokinni er vestunum skilað og skráð í veiðibók afla dagsins.

Brýnt er fyrir veiðimönnum að nota björgunarvestin við veiðarnar og aka alls ekki utan slóða. Með þeim hætti er sýnt gott fordæmi í umgengni við náttúrna.

Bókanir


SALA VEIÐILEYFA:

Rafn Valur Alfreðsson gefur allar upplýsingar varðandi bókanir og sölu veiðileyfa í Norðurá í síma 8246460 eða í gegnum netfangið sala@nordura.is

Norðurá


Veiðifélag Norðurár
Sími: +354 859 3959 nordura@nordura.is

Veiðihúsið Rjúpnaási sími: 435 0058

Veiðivörður Norðurár sími: 860 0333.

Staðsetning


Norðurá er í Borgarfirði, um 110 km fjarlægð frá Reykjavík, ef miðað er við staðsetningu veiðihússins á Rjúpnaási.

Á netinu