Opnun Norðurár 2020

Skrifað 04/06/2020

Hafið er veiðisumarið í Norðurá.

Það var kalt í veðri opnunardaginn og vatnshiti aðeins 5°C en bjart og fallegt veður.

Hjónin Helgi Björnsson tónlistarmaður og eiginkona hans Vilborg Halldórsdóttir leikkona sem hafa opnað heimili sitt fyrir þjóðinni á tímum Covid-19 opnuðu ána formlega. Helgi varð fljótlega var en missti tvisvar lax. Vilborg setti í lax á Brotinu en hann var sprækur og tók á rás niður ána svo hún mátti hlaupa niður gilið meðfram klettavegg að Bryggjum og þar tókst henni að landa 74 cm silfurgljándi laxi. Helgi landaði síðan 75 cm laxi í lok vaktarinnar. Alls komu 8 laxar á land í opnuninni.

Ljósmyndir af Helga ásamt Einari Sigfússyni staðarhaldara og hópnum að fagna saman, Sigrún Ása Sturludóttir.

Ljósmynd af Vilborgu ásamt Þorsteini Stefánssyni yfir-leiðsögumanni við Norðurá, Helga Kristín Tryggvadóttir


Bókanir


SALA VEIÐILEYFA:

Rafn Valur Alfreðsson gefur allar upplýsingar varðandi bókanir og sölu veiðileyfa í Norðurá í síma 8246460 eða í gegnum netfangið sala@nordura.is

Norðurá


Veiðifélag Norðurár
Sími: +354 859 3959 nordura@nordura.is

Veiðihúsið Rjúpnaási sími: 435 0058

Veiðivörður Norðurár sími: 860 0333.

Staðsetning


Norðurá er í Borgarfirði, um 110 km fjarlægð frá Reykjavík, ef miðað er við staðsetningu veiðihússins á Rjúpnaási.

Á netinu